{Gudni tudar } spacer
spacer
spacer
powered by blogger

{miðvikudagur, nóvember 08, 2006}

 
Jæja

ÉG hef mikið verið að velta fyrir mér að segja þessu bloggi lokið í bili, en er kominn á þá skoðun frekar að segja þessu blogg-leysi loknu í bili.

Ég ýst við að ástæðan fyrir æ færri bloggum hjá undirrituðum sé sú að nú, einhverja hluta vegna, hef ég minni tíma fyrir mér en ég hafði áður. Ætla að skýla mér bakvið þá ástæðu um sinn. Það er alveg á hreinu og hefur alltaf verið þannig, að ég blogga ekki til að blogga. Ég geri ykkur, lesendum mínum (sem fer þó ört fækkandi býst ég við), það ekki að blogga um hvernig ég eyddi hverri mínútu dagsins. Þið getið skoðað svoleiðis blogg hjá fermingastelpum.

Af nógu er að taka þessa dagana. Ummæli Magnúsar Þórs um innflytjendamál hafa vakið ótrúlega mikil viðbrögð og ég get skilið það. Tel Frjálslynda vera stefnulausan flokk sem tínir upp "hitamálin" hjá þjóðinni og gerir þau að sínum. Þeir eru að nokkru leyti býsna snjallir - fá hellings umfjöllun og það gerir víst öllum gott, hvort sem hún er góð eða slæm.
Ég hef oft hugsað með mér að þessi fjöldi innflytjenda sé ekki endilega af hinu slæma, en ríkið verður að tryggja að aðlögun þeirra að lífinu hér sé góð og gangi fljótt fyrir sig. Annars er hætt við að á þetta fólk verði litið sem 2. flokks þegna og þá erum við í vandræðum.

Lifið heil

posted by Gudni E. 14:42

Comments: Skrifa ummæli
spacer