{Gudni tudar } spacer
spacer
spacer
powered by blogger

{föstudagur, ágúst 04, 2006}

 
Góóóóðan dag!

Það er spurning um að fara að blása lífi í glæðurnar hér, eftir aaansi langa fjarveru frá ritvellinum. Ég verð þó að fá að afsaka mig með því að þegar maður er fjarri netsambandi og ég tala nú ekki um tölvu í sex vikur, þá er nú ansi erfitt að vera virkur bloggari.

Við Lovísa vorum sem sagt að vinna bæði þarna í sumardvöl SLF á Laugarlandi og ég verð að segja að þetta er sennilega eitt af því skemmtilegasta sem hægt er að vinna við. Reyndar eins gott að þetta er bara 6 vikna tími því maður var alveg búinn á því eftir þessa törn. Lovísa lenti reyndar í ýmsum óþægilegum hlutum, vægast sagt. Í lok 2. viku fékk hún pest og þegar hún var nýbúin að jafna sig á því lenti hún í því að fara úr olnbogalið, sem er eitthvað það ógeðslegasta sem ég hef séð, svei mér þá. Með því var vinnan í Laugalandi í raun búin hjá henni, enda í gifsi í 10 daga eftir það og svo tók við hvíld fyrir handlegginn. Hún fór svo norður í Skagafjörðinn til að vinna við sumarbúðir Rauða Krossins í eina viku, eins og hún hafði ráðið sig til. (Hún missti þannig í raun bara af 2,5 vikum í Laugalandi af 5).

Annars er rosalega gott að upplifa í 1. sinn (sennilega) að vera í sumarfríi. Það þýðir þó ekki að maður ætli að sitja aðgerðarlaus á meðan, þvert á móti. Í vikunni eftir að við lukum störfum fórum við í hringferð með mömmu og pabba. Aðalmarkmiðið var að sjá framkvæmdina við Kárahnjúka áður en vatninu verður hleypt á þarna. Það hefur nefnilega alltaf verið ætlunin hjá okkur feðgunum að fara svona feðgaferð að skoða Kárahnjúka og svæðið í kring, en við féllumst á að leyfa Lovísu og mömmu að koma með.

Menn geta rifist um það fram og til baka um plúsa og mínusa framkvæmdanna, en ég er allavega enn á þeirri skoðun að þetta sé í góðu lagi. Það var ekkert þarna sem mér fannst vera nauðsynlegt að vernda, mikil eyðilönd uppi á hálendinu. Svo er fólk að tala um að mikið landssvæði fari undir vatn, sem er reyndar rétt, en þetta landssvæði er bara ekkert svo einstakt. Fólk talar um að miklar ,,náttúruauðlindir" hverfi en ég segi á móti: ef Landsvirkjun hefði ekki virkjað, hver hefði þá farið þangað nema örfáar hræður? Hver vissi um þetta landssvæði?

Um daginn heyrði ég fólk tala um blessuð hreindýrin, þau yrðu svo illa fyrir barðinu á þessu. Vá! Er ekki allt í lagi?? Í 1. lagi þá fara hreindýrin annað (það er jú í eðli dýra að laga sig að breyttum aðstæðum) og í 2. lagi þá hefur varla nokkur maður ánægju af þessum skepnum, nema kannski örfáir veiðimenn.

Landsvirkjun hefur sýnt það á þeim stöðum þar sem virkjað hefur verið að vel er hugsað um svæðin eftir að framkvæmdum lýkur. Á Kárahnjúkum verður engin breyting þar á. M.a.s. er rætt um að við mörk virkjunarsvæðisins verði þjóðgarður og vegirnir sem LV hefur lagt þarna upp eru til þess fallnir að auka umferð almennings um svæðið og býður upp á mikla möguleika í ferðamannaþjónustu.

Kostirnir fyrir Austfirði eru náttúrulega svo óteljandi að það tekur því ekki að vera að byrja að telja þá upp..

Magni Rockstar?

Ég verð að segja að Magni er bara að koma mér skemmtilega á óvart. Held svei mér þá að hann muni amk. enda í topp 3, ef ekki bara vinna þetta hreinlega. Sýnist þeir fíla hann í tætlur og það er bara gott mál.

Við erum að fara til Danmerkur á sunnudag.
Verðum í viku.

posted by Gudni E. 09:02

Comments: Skrifa ummæli
spacer